Fyrirtækjaþjónusta

Rekstrarland er nýr söluaðili á Miana sápunum á fyrirtækjamarkaði. 

MIA býður fyrirtækjum og stofnunum upp á spennandi og vandaðar handsápur fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Nú fást Miana sápurnar einnig í 2,5 L. áfyllingum. Einnig er hægt að fá sturtusápur og handsápur án ilmefna og án sótthreinsis.

Ávinningur þess að nota froðusápu í samanburði við fljótandi handsápu felst einkum í því að sápan er umhverfisvænni, hún freyðir betur og notkun á vatni við handþvott verður minni. Auðveldara er að fá rétt magn af sápu við handþvott og þar með fer minni sápa til spillis og sápan endist lengur. 

Sápan dreifist betur á hendur sem stuðlar að meira hreinlæti við handþvott. Auðveldara að skola sápuna af höndum og hentar froðusápa einstaklega vel fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. 

Allt almennt hreinlæti í kringum sápuna er betra þar sem froðusápa lekur ekki á baðvask, innréttingar og gólf.

Hafið samband við Rekstrarland í síma 515-1500 eða sendið tölvupóst á rekstrarland@rekstrarland.is fyrir pantanir.

http://www.rekstrarland.is/