Vörurnar

Hrein upplifun

Vörulínan samanstendur af fimm tegundum af froðusápum: Miana Vanilla, Miana Rauð epli, Miana Græn epli, Miana Án ilmefna og Miana Eldhús. Um íslenska framleiðslu er að ræða. 

Sápurnar byggja á gömlum grunni heilsusápu sem hefur m.a. annars verið notuð á heilbrigðisstofnunum þar sem notkun er mikil og hreinlæti þarf að vera gott. Sápan er mild og inniheldur húðverndandi og húðmýkjandi efni sem næra húðina og styrkja náttúrulegar varnir hennar. Sápan er sótthreinsandi (antibacterial) og er án parabena og triclosan. Miana froðusápurnar henta því einstaklega vel þeim sem hafa þurra og viðkvæma húð.

Ávinningur þess að nota froðusápu í samanburði við fljótandi handsápu felst einkum í því að sápan er umhverfisvænni, hún freyðir betur og notkun á vatni við handþvott verður minni. Auðveldara er að fá rétt magn af sápu við handþvott og þar með fer minni sápa til spillis og sápan endist lengur. Sápan dreifist betur á hendur sem stuðlar að meira hreinlæti við handþvott. Auðveldara að skola sápuna af höndum og hentar froðusápa einstaklega vel fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Allt almennt hreinlæti í kringum sápuna er betra þar sem froðusápa lekur ekki á baðvask, innréttingar og gólf.

Handsápa fyrir viðkvæmar hendur

Miana án ilmefna er góður kostur fyrir þá sem vilja og/eða þurfa að nota handsápur án ilm- og litarefna. Sápan er einstaklega mýkjandi og gerir hendurnar silkimjúkar.

Fullkomin við eldhúsvaskinn

Miana Eldhús er sótthreinsandi handsápa og hentar einstaklega vel til notkunar í öllum eldhúsum. Sápan dreifist vel um hendur og eykur hreinlæti við eldhússtörfin. Sápan tekur burt óæskilega lykt af höndum eftir meðhöndlun matvæla og skilur eftir ferskan ilm af grænum eplum.

Froðusápa sem endist

Miana Vanilla er sótthreinsandi og mýkjandi froðusápa sem gefur mildan ilm af vanillu.  Með því að nota froðusápu er auðveldara  að fá rétt magn af sápu við handþvott, minni sápa fer til spillis og sápan endist lengur.

Skemmtilegri handþvottur

Miana Rauð epli er sótthreinsandi og mýkjandi froðusápa sem gefur dásamlegan ilm af rauðum eplum. Með því að nota Miana froðusápur verður handþvotturinn bæði áhrifaríkari og skemmtilegri.

Áhrifaríkari handþvottur

Miana Græn epli er sótthreinsandi og mýkjandi froðusápa sem gefur mildan ilm af grænum eplum. Froðusápur dreifast vel á hendur sem stuðlar að áhrifaríkari handþvotti.